Auli.. hahh

Ég var að hjóla heim úr vinnu. Orðin soldið þreytt í fótunum og fann smá sviða í lærunum. Datt það snjallræði í hug að bruna heim eins hratt og ég gæti svo ég fengi meiri sviða í lærin, meiri sviði meiri árangur. Ég hjólaði og hjólaði af öllu afli en ég fann hreinlega ekki fyrir neinu. Svo sem ekkert undarlegt þar sem ég var að hjóla á jafnsléttu í fyrsta gír. Á mánudaginn var sem betur fer leiðindaveður. Litlan mín í pössun hjá stóru sys, hjólið mitt þar og ég þurfti að koma okkur báðum heim. Ekki labbar hún, ónei, svipuð óhljóð í henni labbandi og svíni að hrína. Ég tók á það ráð að skella hennar hjálm á mig og hjóla á hennar hjóli. Ég var eins og ofvaxin 5 ára krakki brunandi þarna. Enginn á ferli mér til mikillar lukku. Svona er að hugsa út dæmið á nó tæm.
Enda sagði dóttir mín daginn eftir að hún ætlaði að sýna mér meiri þolinmæði, já ég þarf að fullorðnast.Lokað er fyrir ummæli.