Mótmæli!

Hnuss… ég er sein að fatta og nú loks þegar fattarinn fór í gang þá ætla ég að mótmæla. Margir, margir fantisera um svokallað ‘búningafólk’. Hjúkkur, löggur, lækna, málara já og jafnvel ruslakalla. EN hingað til hef ég ekki heyrt neinn fantisera ræstingarkonur!! Hvers vegna ekki? Minn búningur er afskaplega flottur, blár víður sloppur og rauðir gúmí hanskar. Er þetta ekki nógu sexý??? Mér er spurn. Þarf ég að mótmæla þessum búningum svo ég geti glöð skúrað vitandi það að það sé einhver þarna úti sem dreymir að ég sprangli um nakin í þessum fallega búning með hanskana á lofti??
Hvað er ósexý við ljótbláann lit, víðann slopp með hneppum *úllalla* nokkrir djúpir vasar á stangli og eldrauðir gúmmihanskar, góðir jafnvel til flengingar.. svipan óþörf þar HAH!!?????????Ein ummæli við “Mótmæli!”

  1. Anna panna ritar:

    Já hvað er málið eiginlega?? Man þegar ég var skúringakelling að ég gat ekki séð annað en að ég væri bara sexy í búningnum ;)

    Hnuss…..ég mótmæli með þér :)