snillingur;)

Ég er snillingur, það er sko ekki orðum aukið. Ég var að fara að hátta, reigði kassann og glotti stórum af stolti yfir afreki helgarinnar. Þá datt yfir mig svakalegur dugnaður alveg upp úr þurru, ég tók til krakkadraslið sem er svo miður gott að stíga á, henti öllu út og bónaði gólfið þangað til ég gat speglað mig í því. Já, og veggirnir urðu ekki útundan, ég bónaði þá samt ekki. Jæja, ég var að monta mig við sjálfa mig hvað ég væri dugleg, ýmindaði mér að ég væri að bóna frammi og gera allt fínt þar, gestir og gangadi hrósuðu mér í hástert um hvað það væri nú gasalega svaka fínt hjá mér - já það er satt að það gerist ekki á hverjum degi - hvað þá einu sinni á ári!! Jæja já, svo ætla ég að renna niður buxunum léttilega þegar rennilásinn er pikkfastur. Ég bisaði við að losa en lítið gekk, í öllu mínu monti var ég föst í buxunum. Ég teygði á þessu drasli og tókst að lokum að losa, hjúkket. Ég henti mér í bælið en gat engann veginn sofnað. Dröslaði mér framúr og ætlaði sko ekki að festast í buxunum aftur. Ég teygði á buxunum til að losa almennilega um rennilásinn en tosaði aðeins .. bara ogguponsu of fast og reif klofið af buxunum. Ég sit nú samt hérna… með allt galopið.Lokað er fyrir ummæli.