Færslur aprílmánaðar 2004

Hættu!!

Miðvikudagur, 14. apríl 2004

HÆTTU STRAX!!!

Hættum strax öllum ávana. Hættu að reykja, drekka, sötra kaffi, borða nammi, að borða óhollann mat. Farðu að hreyfa þig… (tilboð í ræktina einungis tugir þúsunda á ári)… ræktaðu geðheilsuna, giftu þig, eignastu börn, farðu í nám, finndu þér almennilega vinnu…
Kröfur úr öllum áttum…
Venjuleg manneskja eins og ég ákveður kannski að taka svona gylliboði, dríf mig í ræktina… hendi rettunum…sleppi kaffinu.. loka augunum þegar ég geng framhjá nammirekkanum og gosinu.. borða gras í millimál, hafragrjón í aðalmál og kál þess á milli… en hvað svo? Ég gefst upp. þetta er of mikið í einu, ég get ekki ætlast til þess að ég geti gert allt. Reyndar þá hef ég aldrei farið svo langt.. ég gefst upp bara við tilhugsununa.
Hvar á þá að byrja? Í toppstykkinu hefst allt, bæði byrjun á slæmum ávana og endir á honum. Jafnvel ístran byrjar þar..
Vert er að byrja þar, hugsa um.. hvers vegna er ég að þessu? Sem dæmi með ístruna, hvað er það sem hagaði lífi þínu þannig að ístran byrjaði að skaga út? Hvað er það sem heldur þér við að halda ístrunni? Hvenær varð þetta svona og hvað olli því?
Ég hef góða afsökun.. *tímaskortur*.. en annað er.. hef ég tíma til að missa heilsuna… ?