Færslur frá 24. maí 2004

mótþróinn…

Mánudagur, 24. maí 2004

Loksin.. er ég farin í bindindi

Unglingar hugsa allt öðruvísi en við fullorðna fólkið..
Eða er það kannski frekar að fá skoðanir sínar viðurkenndar. Þau eru jú á þunnri línu.. þau eru börn sem eiga að haga sér eins og fullorðin og hlíta reglum sem gilda um börn.
Þegar ég var um 14 eða 15 ára þá var ég og vinkona mín að húkka far, vorum á leið heim í Mosó. Maður stoppaði fyrir okkur og spjallaði við okkur um daginn og veginn..
Hann talaði *okkar* mál, það fannst okkur alveg svakalegt! gamall kall sem við skildum og hann skildi okkur!!!
Eftir á ræddum við vinkonurnar mikið um gamla kallinn.. “svakalegt maður..” (þó var hann ekkert svo gamall)
Hann einfaldega viðurkenndi skoðanir okkar og var sammála því að fólk almennt kemur ekki vel fram við unglinga.. Sem er satt. Það fannst mér þá og finnst enn.
(Ég sé fyrir mér blikka í hausnum á einhverjum “stoppaði fyrir okkur og talaði okkar mál… PERRI!” Því er fjarri.. Sumt fólk er eins og hann.. stoppa áður en einhver annar og verri gerir það.. )
Það er erfitt að útskýra og skilja þetta æviskeið. Öll höfum við gengið í gegnum það en skiljum það samt minnst af öllum skeiðunum. Teskeið, matskeið eða mæliskeið.. nei frekar hesta skeið.. er ekki í þessum skeiða flokki sem við flokkumst í .. bara eitthvað allt annað. Við upplifum öll mótþróa.. hann er ekkert minni Þegar við ‘fullorðnumst’ bara öðruvísi.
Og þó… erum við eitthvað öðruvísi? Kannski bara eilítið þroskaðari en jafnframt blindari á mótþróann í okkur, sem samsvarar sér ágætlega við mótþróarskeið unglinga. Nema við megum vera úti eins lengi og við viljum……