Færslur frá 25. maí 2004

ofurmjónur

Þriðjudagur, 25. maí 2004

Sá það í blaðinu áðan að Simon Cowell finnst Britney spíra vera of feit.. ætti í raun að eyða löngum stundum í tækjasalnum áður en hún færi að sýna á sér herlegheitin. Það er ekki svo langt síðan að ég var að hrósa henni fyrir vaxtarlagið.. sem sagt að hún er ekki beinagrindin ein og sér og væri því góð fyrirmynd fyrir (ungar) stúlkur. Annðhvort er það ég eða hann sem er staurblint fífl. Ég get ekki sagt að ég sé neitt duglega í holdum, en mér finnst vont að liggja hjá gauk sem er bara skinn og bein, tilfinningin er eins og að liggja við viðardrumb. Ætli það sé ekki það sem koma skal, við byrjum á því að næla okkur í viðardrumb til æfingar svo við getum með þægilegu móti legið hjá rekkjunautum okkar?
Ó… nú skil ég. *DOINK*
Þetta er svona eins og með sófann, meira fyrir augað en þægindin.