Færslur frá 4. júní 2004

forsetinnnnnn…..

Föstudagur, 4. júní 2004

Eina lýðveldið sem er, er að við fáum að kjósa þá sem ráða. Restinni fáum við ekkert um ráðið. Og þó… við kannski ráðum ekki einu sinni hverjir ráða.. fáum bara að velja hvort það er blá eða græn hendi sem veifar okkur í rússíbana lýðveldis. Nú eru tímamót í okkar svokallaða lýðveldi, það er lýðurinn sem hefur valdið. Nema auðvitað það vald verði tekið af okkur með dómsvaldi. Ef það verður gert þá stendur lýðveldi ekki lengur undir nafni. Ætti að vera svokallað einveldi.. já eða margveldi. Einveldi af og til og margveldi þess á milli.
Ólafur er búinn að brosa sætt og veifa síðan hann var kosinn forseti. Hann tók þá ákvörðun að hætta að vera veifan til að brjóta upp þetta einveldi sem er af og til margveldi… það var sko kominn tími til!!!