Færslur frá 29. september 2004

Að baka………

Miðvikudagur, 29. september 2004

Ég ákvað að baka áðan og það klúðraðist allt sem gat klúðrast. En úr því komu ágætis lummur, ætla að gefa ykkur uppskriftina af lummum á þennan hátt.

Byrjið á því að ákveða að baka brauð. Hlakkið mikið til að borða brauðið, ilmurinn, bragðið.. ummm…
7dl hveiti
2 tsk sykur
1 tsk salt
ooó… vantar ger.
Hringja í vin, athuga hvort hann eigi ger.
Nibbs… ekki frekar en þú.
Þá eru góð ráð dýr.
AHA! það er hægt að baka lummur úr þessu.
Bæta við rúmlega tsk af lyftidufti, stækka uppskrift aðeins þar sem það eru bara 5 dl af hveiti, og rúmlega dl af sykri. Bræða smjörlíki, 4 mtsk af því. 1 egg og mjólkurslurkur. Kæla smjörlíkið með smá mjólk svo eggin steikist ekki (betra að blanda öllu blauta gúmmelaðinu saman). Nema það er bara til botnfylli af mjólk. Jæja, það hlýtur að reddast. Brjóta eggið, láta dripla úr egginu í smjörlíkið og mjólkina og komast svo að því að þetta er fúlegg. Hella þessu svo í ruslapoka, kúgast mikið. Út í tunnu með þetta, kúgast mikið.
Hugsa….
hugsa…
Taka frá c.a. helming af hveitiblöndunni, bræða slatta af smjöri (ekki smjörlíki), 2 dl vatn, 2 egg. Hafa þetta seigfljótandi. Berjast við að koma deiginu á pönnu, rembast við að það límist ekki saman á pönnunni… prófa að setja eina stóra klessu, erfiða við að reyna að snúa henni við án þess að hún límist saman… halda sig svo bara við þær litlu.
Berist svo á borð, etið með smjör og ost með bestu lyst:)