Færslur frá 2. nóvember 2004

Bað.

Þriðjudagur, 2. nóvember 2004

Á sunnudaginn var vinafólk mitt með afmælisveislu fyrir eins árs gamalt barn sitt. Nú, vinkona mín varð afskaplega þreytt eftir amstur dagsins og ákvað því að fara í bað, sleppti þar ofan í rauðri kúlu sem átti að vera slakandi jurtir í. Tók hún með sér góða bók og leyfði þreytunni að líða úr kroppnum.. mmmm… lííííííííííða úúúúúúúúúr. Maðurinn hennar var að dunda sér frammi, örugglega glaðhlakkalegur á svip eins og honum einum er lagið, að fá kerluna vel afslappaða og ilmandi í bælið. Dammdarammdídamm… tíminn leið en aldrei kom kella. Fór hann að undrast um hvað hún væri að gera í baðinu, rúmlega klukkutími síðan hún stökk oní. Karlgarmurinn lagði eyrað að hurðinni hugsi á svip, opnaði hurðina og laumaðist til að kíkja. Brá honum heldur betur í brún þegar hann sá að það bærðist ekkert á kerlu og baðvatnið var BLÓÐRAUTT!. Já, hann var hvorki hugsi né glaðhlakkalegur lengur, hann ýtti við kerlunni en fékk ekkert svar.. dauðskelkaður hrissti hann hana til og orgaði á hana að vakna, déskotinn hafi það. Já, segir hún og opnar augun ljómandi af ást yfir þessari truflun, HA.. sofnaði ég? *blink*