Færslur frá 6. nóvember 2004

Ha? graður, hvað er það?

Laugardagur, 6. nóvember 2004

3 fuglinn kominn í hús. Áttum einn fugl og langaði í einn til viðbótar. Hjónin sem systir mín á eru rosalega iðin við kolann. Jæja, fékk mér einn fugl hjá henni fyrir nokkru síðan en hann dó eftir 2 daga hjá okkur *snökt*, var vannærður áður en hann kom litla skinnið. Kellan er svo iðin við að verpa að hún hefur ekki tíma til að koma ungnunum upp, drífa þá út svo hún geti haldið áfram. Þá tók ég annan. Heppilega var ég búin að lesa mér aðeins til um gára. Vanalega eru augun á gárum svört, en þegar þeir verða kynþroska og langar að fá sér á broddinn þá minnkar svertan og hvítur hringur sést. Jæja, minn maður sá þessa flottu skvísu sem var komin í hús og langað í smá fjör, dóttir mín varð hrædd þegar augun á fuglinum urðu svona skrýtin, skildi ekkert í þessu. Án þess að hugsa sagði ég “jájá, hann er bara graður”.