Bílhroki?

Eftirfarandi innihaldsríku samræður hafa átt sér stað á milli mín og systur minnar oftar en einu sinni.

Ég: Jæja, ætla að tölta heim.
Systir: Ég er að fara út, get gefið þér far.
Ég: nei takk, ég geng þetta bara.
Systir: Ertu alveg viss? Ég get alveg skutlað þér.
Ég: Nei nei, ég labba bara. Það er gott veður.
…..
Systir: Alveg viss um að þú viljir ekki far?
Ég: Já.
Systir: Ég get alveg keyrt þig sko.
Ég: Nei, ég labba bara.
…..
…..
Systir: Ertu alveg viss um að þú viljir ekki far? Ég er á leiðinni út.
Ég: Já.
Nú förum við út.
Ég: Jæja, bless og takk fyrir kaffið.
Systir: Ertu alveg viss um að þú viljir ekki far?

Þessi svakalega ganga sem systir mín virðist eiga erfitt með að leyfa mér að tölta er alveg heill kílómeter.Lokað er fyrir ummæli.