Færslur janúarmánaðar 2005

Dunkar

Þriðjudagur, 25. janúar 2005

Ég er loksins búin að koma dunkunum fyrir, fleygði nammi oní þá og setti þá í spariskápinn.
Nú eru þeir frægir hjá yngri kynslóðinni, þau vita að í einum þeirra geymist kandís.
Ég man eftir því þegar ég var krakki að það var oftast til kandís heima og hvert sem ég fór. Nú í dag sé ég þetta varla nema þegar fólk ætlar að sulla saman irish.
Ég lagaði til þessa fínu mynd af mér og setti hérna inn, er handviss um að hún auki vinsældir bloggsins til muna. Hún er hérna einhverstaðar, bara leita.