Færslur febrúarmánaðar 2005

Hetjan ég….

Sunnudagur, 27. febrúar 2005

Síðustu nótt lagðist ég upp í rúm með góða bók. Búin að koma mér vel fyrir, alltaf svo notalegt að skríða undir kalda sæng. Skyndilega heyri ég hávært suð fyrir ofan mig… BZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ. Ég fraus og það var ekkert notalegt lengur að liggja undir sæng, var fullviss um að þetta væri fluguandskoti með úthverfan rass í odd. Ég alein, allsber og varnarlaus settist upp í rúminu með augu og eyru í viðbragðstöðu. Sat frosin smástund, henti svo sænginni yfir haus og sté varlega framúr. Í varnarstöðu tilbúin að hlaupa fram og láta þetta fífl bara stinga dóttur mína, bjarga sjálfri mér. HEY.. ég var nú alsber um miðja nótt, auk þess er ekki hollt að spreyja eitri yfir sofand barn! Með sængina yfir hausnum beið ég átekta, skrattinn lét ekkert í sér heyra. Skyndilega heyri ég þetta aftur…. þetta suð… BZZZZZZZZZZZZZZ.. Svo var þetta bara lítil húsfluga, djösins læti í henni!
Þá skreið ég bara aftur upp í rúm og lamdi koddann, gat ekki sofið fyrir hávaða.