Færslur aprílmánaðar 2005

Enn og aftur blessuð börnin…

Mánudagur, 4. apríl 2005

Smokfree……. mánuður liðinn….

Friðhelgi er eitthvað sem börnum er fyrirmunað að skilja. Að tala í símanum eða sitja á klósettinu er ekki eitt af því sem á að gera í friði að þeirra mati. Suss svona 50 sinnum við hvert símtal er hreinlega ekki nóg.
Ég hef verið í sturtu bara í mesta sakleysi, síminn hringir og daman svarar. Skyndilega ryðst hún inn á bað með símafjandann og treður honum að mér, happadagur sölumannsins að fara með ókunnugri dömu í sturtu eða hvað?
Jæja, eitt sinn var ég á klóinu í rólegheitum að hleypa brúnum. Síminn hringir og daman ætlar að rétta mér símann en mér tókst með því að veifa höndum og hvísla NEI að sleppa við þetta símtal. Jæja, þetta var svo sölumaður eftir allt saman, hefði verið hans óhappadagur að koma með mér á klóið að kúka.
Núna í gær settist ég á klóið og ætlaði að gera mínar þarfir í frið og ró. Er ný sest þegar daman svarar í símann, hleypur með hann til mín og skellir honum á eyrað á mér. Sem betur fer var ég ekki byrjuð á herlegheitunum og gat því staðið upp.. símtal frá bókasafninu að bókin sem ég var að leita að hefði fundist og biði eftir mér (mjög spennt örugglega). Nú þarf ég bara að muna eftir að ræða við ákveðna unga dömu um það að fólk vill fá að blobba í friði.

Talandi um bókasafnið. Starfsfólkið á bókasafni Mosfellsbæjar er hreint út sagt frábært og eiga stórt hrós skilið fyrir persónulega og góða þjónustu. *Fimmfallt klapp og þrefallt húrra*