Færslur maímánaðar 2005

Fæ margar flugur í hausinn….

Þriðjudagur, 31. maí 2005

En þær splassa ekkert þar, þær bara fljúga í burtu. Ég fæ ca 1-2 hugmyndir á dag um hvað ég get skrifað um hérna á blogginu en svo bara ‘flúbbs’ man ekkert þegar ég stari á skjáinn. Það sem ég man núna er: Ég var í sturtu og fékk hrikalega góða hugmynd af bloggfærslu, auðvitað rosalega fyndið og ég skemmti mér alveg konunglega eins og alltaf þegar mér dettur eitthvað sniðugt að skrifa um. Var að hugsa um hvað ég hefði mikið að skrifa um, þyrfti að hafa þetta í köflum.. fjúff næstum svitnaði baarastaasta. Svo datt mér í hug að skrifa um þetta minnislyesi mitt líka….. ekki bara um það. Því miður þá man ég ekkert hvað ég var að hugsa um nema þetta… minnisleysi….. og að …. það var gaman……..
Ég er enn reyklaus ef einhverjum langar að vita… já og ef einhver vissi það á annað borð. Hmmmm….. fór áðan og tíndi gras….
Vá .. spennandi færsla…
Segi bara svona í rest… góða nótt……….. SJÁUMST!