Bara ef mamma væri hér..
Fimmtudagur, 23. júní 2005Ég vildi að mamma væri hér.
Ég bara get engann veginn sofnað, er eins og hoppskoppandi hvolpur, iða af spenningi yfir nákvæmlega engu. Ef mamma væri hér þá hefði ég vaknað snemma, hún hent mér út að leika og þar hefði ég verið allan daginn, hefði svo sofnað sæl og glöð nokkuð snemma. Allavegana fyrr en núna. Ég er samt ekkert þannig, dótlan dröslast framúr um hádegi, skammist ég mín! Ég sit svo uppi með hana fram að miðnætti og þá verð ég auðvitað að vaka aðeins lengur til að eiga smá lausa stund með sjálfri mér.
Fórum út að fjöru í dag, dásamlegt að sjá sólina speglast í hafinu og hlusta á nið hafsins. Hreint út sagt dásamlegt. Ég tölti þarna um ásamt dótlu og frænda, fann dauðann krabba og sýndi þeim, ægilega spennandi. Gasalega ljúf og góð stund. Skyndilega sá ég rauða pöddu skríða…. svo sá ég fleiri rauðar pöddur… og fleiri… fjaran var morandi í rauðum, ógeðslegum pöddum!! Ég tók mig til með öllum þeim aga og rólegheitum sem ég á til, gargaði og hljóp í burtu krökkunum til mikillar undrunnar. Dótlan ákvað að fylgja yfirvegaðari móður sinni en frændi var að ögra sjónum. Dótlan ákvað svo að pöddurnar væru ekkert rosalega hættulegar og lék sér í fjörunni með frænda, á meðan ég stóð og starði á hafið (stúlkan sem starði á hafið…… hrædd við rauðar pöddur) og hlustaði á niðinn. Jæja, ég ákað þó fyrir rest að tölta aðeins í þessu pödduhafi. Gleypti næstum nokkrar þegar ég missti kjálkann af undrun.. … dótlan og frændi sátu í sandinum!! OG .. *skjálf* voru líka að moka sandi yfir sig!! Grrrrrrrrrr sagði dótlunni að hún fengi ekki að koma inn nema allsber og fötin brennd á báli…
Á leiðinni heim fékk ég fallegt bros frá fjallmyndarlegum karlmanni. Fékk náttla alveg svakalegt egóbúst við það… nema ég komst að þeirri niðurstöðu fyrir rest, eins og vanalega, að ég hlyti bara að vera með kartöflu á nefinu…. wonder wonder why………