Færslur júlímánaðar 2005

Skvísa

Sunnudagur, 10. júlí 2005

Geggjuð skvísa

Ég fór í apótekið um daginn og verslaði mér brúnkukrem. Ákvað að fyrst að slatti af fólki notar þetta með góðum árangri þá get ég það líka og orðið brún og sæt súpergella. Fraulan í apótekinu sagði að kremið sem ég keypti væri rosalega vinsælt og að að mestu laust við að ‘flekka’ fína kroppinn. Fyrir bólferð ákvað ég að smyrja mig með þessu fína kremi. Pumpa, bera á, þvo hendur…. pumpa, bera á þvo hendur o.s.frv. Vaknaði í morgun og leit í spegil, jú jú… var bara orðin smá sæt. Skellti mér í sturtu og smurði smá af kremi á mig, dagurinn leið og ég dökknaði og dökknaði. Vinkona mín hringdi og bað mig um að sitja hjá sér á meðan hún væri að eta. Þetta var sko dagurinn til að vera eðal skvísa. Skellti mér í ‘betri’ fötin, þ.e.a.s. annað en úlpu og strigaskó. Háhælaðir skór, jakki, hárið slegið….. Ætlaði mér að sigra heiminn. Já eða bara myndarlegann mann, það dugar. Seinna um kvöldið sækir systir mín góða mig. Ég leit í spegil og júbb… ennþá svakasætogbrúnogfínskvísa. Ég sveifla til hárinu eins og fanta flottri skísu sæmir, sest inn í bílinn hjá systur minni og hún segir: “Rosalega ertu gul, *poor thing* þetta lagast kannski í sólinni”.