Færslur septembermánaðar 2005

bleeeeehh

Þriðjudagur, 20. september 2005

Nú er ég byrjuð í skólanum og því feikinóg að gera. Allar þær hugmyndir sem ég hef haft til að blogga um hafa fokið með hornafræði og hægðatali.
Fyrsta daginn í skólanum leið mér eins og ég væri sex ára, uppfull af væntingum og gleði, með spennuhnút í maga og yfirgnæfandi tillhlökkun að byrja í skóla. Svona líður mér enn flesta daga (kannski ekki alveg eins ýkt), nema þegar ég fer í stærðfræði. Engin tilhlökkun sem eltir mig þangað. Já, stærðfræði. Fyrsti tíminn á óguðlegum tíma, framúrskarandi geispisvaldur og heilahrisstir. Rökfræðin er jú alveg skemmtileg, þ.e.a.s. ef hún inniheldur ekki jöfnur. Ég er búin að gleyma öllu sem tengist stærðfræði nema plúsmínussinnumdeiling og það dót. Ég ætla mér alla daga að vera rosalega dugleg að henda mér í að rifja upp jöfnurnar en tekst ekki að reka mig almennilega í neitt svo ég detti örugglega í þetta dæmi. Svo auðvitað hef ég svo mikið að gera við að finna greinar og glósa heilu bækurnar löngu áður en ég þarf þess þannig að tíminn fyrir stærðfræði er lítill sem enginn. Þarf að finna einhvern sem getur lánað mér skilning á hornfræði svo ég þurfi ekki að svitna yfir þessu.

Jæja, hef engann tíma í þetta blaður, þarf að glósa eða finna greinar eða eitthvað… ekki viss hvað en bara eitthvað……..