Draumaráðningar

Sá það seint en sá það þó að það eru nokkrir sem hafa sent inn drauma. Ég er að skoða þetta núna og reyni að ráða í þá eftir bestu getu.6 ummæli við “Draumaráðningar”

 1. Þórunn ritar:

  Hvað tekurðu fyrir að ráða eins og eitt st. draum?

 2. Klisja Bullari ritar:

  Ég tek vanalega 5 grasstrá, 3 notuð tyggjó, götótta sokka og slitnar skóreimar. Þetta selst eins og heitar lummur á e-bay ef ég segi að frægt fólk hafi átt þetta.

 3. Hrafnhildur ritar:

  Dreymdi að ég væri á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn með vini mínum og við værum að reyna að koma á loft flugdreka þar. Gekk illa því við vorum ekki nógu nálægt hvor öðrum til að heyra fyrirmæli á milli okkar. Loksins tókst það og flugdrekinn sveif á loft hátt yfir Ráðhússtorginu.
  Bestu þakkir,
  Hrafnhildur.

 4. Klisja Bullari ritar:

  Já, það er víst að skýr skilaboð fá “flugdrekann” til að fljúga. Á það ekki við um allt?

 5. Natalie ritar:

  Hvað merkir nafnið Arnar í draumi? Mig dreymdi tvær nætur í röð sitt hvorn Arnar-inn, þekki semsagt tvo, dreymdi annan aðra nóttina og hinn hina nóttina…

 6. Klisja Bullari ritar:

  Ágætt með nöfn að kanna hvað þau þýða, hér er ég með í linkum 2 síður sem innihalda það; mannöfn.com og hvað þýðir nafnið. Samkvæmt því fæ ég þetta, http://www.kabalarians.com/cfm/DisplayNameAnalysis.cfm . Ágætt er einnig að spá í hvað þessar persónur þýða fyrir þig og ráða þannig í drauminn.