kaka er lífið.

Ef lífið væri kaka þá væru sumir alltaf svangir. Það er fólkið sem gefur öllum öðrum en 1.pers. kökusneið fyrst. 1.pers. fær þá vanalega eina skitna kökusneið, ef þá svo mikið. Jafnvel bara mynslurnar. Ef það eru bara þið fyrst persónur á svæðinu þá verða allir svangir. Enginn fær neitt því þau vilja alltaf öðrum allt svo vel. Þið fyrst persónur standa sveittar við bakstur daginn út og daginn inn því ég fyrst persónur eru fljótar að grípa kökusneið áður en hinir tæta hana í sig.

Ég fyrst persónur baka líka, en fá sér eina sneið áður en hinir fá sér. Ég fyrst og svo ég persóna bakar líka. Gríðarstóra hnallþóru handa sér bara sér.
Hvernig er best að vera? Þið fyrst, ég fyrst eða ég fyrst og svo ég?
Þið fyrst gleymist fljótt, ég fyrst líður smátt og smátt úr minni en ég fyrst og svo ég gleymist aldrei.

Blessuð kakan er þó of oft okkur ofarlega í huga. Við getum ekki hætt að hugsa um að kakan verði að vera til, ef ske kynni að einhverjum langaði í köku. Ef kakan er til en enginn að fá sér þá sitjum við og bíðum eftir að kakan verði búin. En það er víst svo, að enginn hrekkur upp af við að éta mynslur af og til.Lokað er fyrir ummæli.