Frestun

Kannastu við *ég geri þetta á eftir, morgun, seinna*???
Í gær, nánar tiltekið fimmtudaginn 5 feb (trassa oft að setja inn færslu) keypti ég mér bók sem mig eiginlega langaði ekkert til að kaupa. Ég starði á hana í svolítinn tíma og spáði soldið.. bað um að fá að skoða hana. Blaðaði í gegnum hana en fannst hún ekkert spennandi fyrir utan það að þessi litla bókartutla var dýr. Jæja.. en einhverra hluta vegna keypti ég þessa rándýru óspennandi bók. Bókin heitir “á morgun segir sá lati” og er leið til að sigrast á frestunaráráttu.

EF það er eitthvað sem ég þarf þá er það það. ÚFF.. ég fresta ótrúlegustu hlutum.. jafnvel einföldum hlutum sem ég þykist ekki hafa tíma í sem taka mig eina mínútu að gera þegar ég hef mig í það. Ég hafði svo sem ekkert að gera í gærkvöldi þar sem ég gat ekki sofnað þannig að ég byrjaði að lesa bókin.. ekki fresta því líka. Bókin hafði rödd.. hvetjandi rödd sem sagði mér að drífa mig í að framkvæma það sem ég ætlað að gera. Í dag skrifaði ég tossalista. Hann stækkaði og stækkaði eftir því sem leið á daginn. Af þeim 39 atriðum sem ég skrifaði á listann er ég búin með 18 atriði, 5 atriði gæti ég klárað í dag og restin má bíða þangað til á morgun og mánudags og 2 atriði mega bíða til lengri tíma. Þetta kalla ég árangur! Þetta eru ekki stórir hlutir sem ég setti niður.. litlir hlutir eins og að ganga frá þvottinum eða hringja símtal. Ég hringdi í vinkonu mína í dag sem ég hef ekki talað við í 2 ár!! Oft hugsað um að hringja í hana.. en.. frestað því.

Margar konur sem ég þekki kvarta gjarnan undan því að húsbóndinn á heimilinu sé ansi gjarn á að fresta hlutunum. Ruslaskápurinn heima hjá pabba lafði á hjörunum. Frúin hans tuðaði og tuðaði í honum að laga þetta. Hann sagði alltaf “já, ég geri þetta seinna”. 2 árum seinna var skápurinn ennþá svona. Ég spurði hana hvers vegna í ósköpunum hún gerði þetta ekki bara sjálf. “Vegna þess að hann pabbi þinn má gera eitthvað á þessu heimili!!” Jæja, þetta endaði á því að hún sparkaði í skápinn og gargaði á kallinn að laga þetta. Hann skrúfaði eina skrúfu!! Verkið tók hann kannski 10 mínútur (ef það var svo lengi) með því að finna verkfærið en það tók hann 2 ár að framkvæma það.
Ég hef einnig heyrt “Nei, ÉG skal gera þetta.. geri þetta á eftir……..” *Nöldur nöldur og meira nöldur* því verkið er ekki hafið viku seinna.
Það eru 2 hliðar á þessu.. hætta að nöldra.. eða framkvæma strax! Hvort er einfaldara? (Á bæði við um karlmenn og konur, jú karlmenn nöldra)
Dæmi, sprungin pera.
“Ég skal gera þetta, bara fyrst að pissa”
Viku seinna (ansi lengi að spræna greinilega)
“Æ ég skal bara skipta um peru”
“NEI ÉG SAGÐIST ÆTLA GERA ÞETTA, URRR!!”
önnur vika líður…….

Þarna er verið að skapa vandamál, tuð, leiðindi, rifrildi og neikvæðni bara með því að fresta einum litlum hlut! Hvursu kjánalegt er það?
Ég er algjör trassi.. trassa ansi margt og mikið… það bitnar ekki bara á mér. Ef ég trassa að fara fram úr snemma þá verður daman sein í skólann, bara fyrir 10 mínútur þá getur ýmislegt komið upp á. Jæja, hvaða skaða gerir það svo sem að daman verði sein svona eins og einu sinni, hmmm?
Möguleiki.. að koma síðust inn í skólastofuna getur verið niðurlægjandi fyrir barnið, sum börn vita ekkert verra. Þar er ég mögulega að skapa erfiðar aðstæður fyrir barnið.. bara því mig langaði að lúra í 10 mínútur.. kaupa mér smá frest.
Er það þess virði að fresta?Lokað er fyrir ummæli.