Svampur sveins.

Jæja, þar kom að því, ég er skotin. Þó er ég ekki viss um að áhyggjufullir ættingjar hoppi hæð sína af gleði yfir þessu skoti (þau eru nebbla orðin frekar örvæntingafull á makaleysi mínu). Ég er skotin í svamp!! Hvítur svampur sem brummar upp um alla veggi með dyggri aðstoð frá mér og þrífur nærri allt sem hægt er að þrífa, nema málninguna. Engin efni þörf, bara vatn. Og það besta er að svampurinn eyðist upp eftir dágóða notkun og því engin þreyta í þessu sambandi, auðvelt að næla í nýjann og betri (þ.e.a.s þegar hann er orðinn lúinn er nýr svampur betri). Grasið er grænna hinumegin í þessu tilviki!!!

Sumarið er tíminn söng hann Bubbi. Nú er tími til að strengja heit og standa við þau. Auðveldara að standa við það sem maður setur sér þegar birtan er meiri. Út með áramótaheit, upp með sumarheit. Um áramót á maður að geta kveikt á kertum, litið til baka og hugsað “mikið afrekaði ég miklu á þessu ári. Ef þú veist ekki hverju þú hefur áorkað, spurðu þá einhvern þér nákominn. Ég var einu sinni að hamast við breytingar (man reyndar ekkert hvað ég var að rembast við) en sá engann árangur af minni vinnu. Tíminn leið og ég var við það að gefast upp þegar einhver mér nákominn (man heldur ekki hver það var) benti mér á þessa breytingu. Það var alveg vá skobarasta. Við markmiðasetningu er ágætt að nota SMART.

S = sértæk, ekki almenn heldur afmörkuð.
M = mælanleg, verður að vera hægt að mæla þau
A = aðgengileg, að leiðin sé skýr
R = raunhæf, ekki draumórar sem engin leið er að uppfylla
T = tímasett, gefa sér tíma til að ná þeim.

Já, við verðum að vera SMART á því í sumar og nota birtuna til athafna. Það tekur okkur um 21 dag að venjast breytingum, þá sérstaklega líkamlegum. Restin er huglæg barátta milli ætti ég eða ekki. Þegar við erum að breyta til erum við svo gjörn á að hengja okkur í að við séum að missa af einhverju eða missa eitthvað. Eins og ég og vinkona mín sígarettan. Nei ég meina óvinkona mín. Best er þó að byrja á að temja sér góðann ávana áður en við látum af þeim slæmu. Ég drap í tjörutyppinu og lagði það á hilluna og fötin hlupu í þvotti á nó tæm. Að sjálfsögðu vantaði mig eitthvað hugg og besta óvinkona mín kom að sjálfsögðu til mín með útbreiddan faðm og var tilbúin til að fyrirgefa mér þetta upphlaup. Ástar/haturs samband okkar heldur áfram þar til ég ákveð að vera SMART á því.

Biribimm biribamm.Lokað er fyrir ummæli.