Færslur frá 18. júní 2006

Here she comes now say money money…

Sunnudagur, 18. júní 2006

Nú er söngstund!!

Eninga meninga…
Ég á enga peninga..
Með veskið fullt af seðlum…
En það eru bara kvittanir…

Eninga meninga…
Mig vantar svo peninga…
Með fulla vasa af klinki….
En það eru bara krónur…

Eninga menina..
Langar í meiri peninga..
Með fulla yfirvinnu…
En það er bara skattur….

Réttupp hönd, hver kannast ekki við svona hugrenningar?? Jæja, nú er hægt að skemmta sér yfir svona hugrenningum með þessum snilldarlega vel samda texta og með lagi að eigin vali. Hjá mér hljómar lagið úr ávaxtakörfunni, eninga meninga. Reyndi að láta Enter sandman hljóma með þessu en það hljómaði ekkert sérstaklega vel.
En þetta er þinn happadagur því ég kann lausnina á þessu vandamáli. Þ.e.a.s. fyrir þá sem halda að þeir eigi ekki peninga en gætu verið með fulla vasa af þúsurum í stað króna. Sumir búa einfaldlega svo bágt að geta ekki fyllt vasana, hverri einustu krónu er ráðstafað.

En það er líka lausnin. Að ráðstafa krónunum. “Hva, etta kostar bara fimmúskall!” hugsun er besta leiðin til að hreinlega týna peningum. Ef það væri hugsað “þetta kostar heilar fimm þúsund krónur” þá erum við líklegri til að hugsa um í hvað við erum að eyða.

Ansi margir eru með sniðug ráð í vasanum til að gefa frá sér en nota þau svo ekki sjálf. Við vitum svo mikið um hvernig á að gera hitt og þetta öðrum til handa. Ég er ein af þeim sem útdeili ráðum hægri vinstri en er fljót að gleyma öllu þessu sniðuga þegar ég þarf á að halda. Ég er líka ein af þeim sem “þarf sko ekki á ráðum annara að halda því ég veit þetta allt” líkt og þeir sem ég er að dæla góðum ráðum í.

Eftirfarandi samtal átti ég við vinkonu mína um daginn - að nenna ekki og geta ekki? Tætla það.
D: ég get ekki farið í göngutúr í svona veðri, á ekki nógu góða skó og verð bara blaut.
Ég: ekkert að því að verða smá blaut, getur farið heim að þurrka þér, svo er líka svo gott að koma vot heim og sötra heitt kakó.
D: en ég á engin regnföt.
Ég: sama með það, verður smá blaut og getur farið heim og skipt um föt.
D: æ mér finnst allt í lagi að fara út að ganga þegar það er snjór, á kuldagalla en samt enga góða skó.
Ég: þá ferðu bara í styttri göngutúr og svo heim að hlýja þér.

Í dag (föstudag) átt ég eftirfarandi samtal við mig.
Ég: æ mig langar út að labba.
Ég: æ ég nenni ekki, það er rok og rigning.

Biribimm biribamm.