Færslur frá 3. september 2006

Merkilegt alveg.

Sunnudagur, 3. september 2006

Nokkuð merkilegar fregnir sem ég hef fram að færa núna. Síðast þegar ég mældi hæð mína taldist ég vera 160 sentimetrar. Afar fátítt að fólk sé minna en ég, þó nokkuð algengt að fólk sé svipað hátt eða 1 - 2 sentimetrum hærri. Fyrir utan litlu sys, sem er rétt rúmlega dvergur og telst því ekki með (held hún sé jafnvel minni en litla litla sys), er ég minnst í fjölskyldunni.

Ég tók eftir því um daginn í skólanum að ég get talist vera hávaxin. Ég hef aldrei fyrr á minni ævi horft niður til jafnmargra, vanalega fæ ég horfauppríg. Það er bara allt morandi í litlum strumpum þarna. Undarleg tilfinning en nokkuð gaman að vera loksins orðið stór.

Annað nokkuð merkilegt sem tengist skólanum. Um daginn var ég að aulast um með kaffi. Stekk út að fá mér rettu, nema taskan rennur niður og hrindir kaffibollanum sem veldur því aftur að kaffi skvettist á mig alla. Brenndist á hendi *snökt og grenj og allt það* og sat það sem eftir var af skólanum með vatnsbrúsann minn á hendinni.

Día ungamamma var svo góð að gefa mér kaffibrúsa þegar hún frétti af brussuskap mínum, eitt stykki með loki og loku svo ég gæti drukkið kaffi án þess að sulla út um allt.

Morguninn eftir mæti ég galvösk í matsöluna með fína brúsann minn og hef þá miklu athöfn að sulla kaffi í ílátið. Matseljurnar voru ekki par ánægðar með þessar aðfarir og tilkynntu mér það að þær seldu EKKI kaffi á brúsa sem nemendur kæmu sjálfir með. Því verð ég að kaupa kaffi í glas og hella í fína brúsann minn. Mjög sniðugt, einfalt og fljótlegt.

Að lokum - dótlan spurði mig um daginn; Mamma, lærir maður kynlíf í skólanum???? Þarna sést ágætlega hversu mikilvægt smáorðið UM er.

Biribimm biribamm.