Færslur októbermánaðar 2006

Sambönd

Sunnudagur, 22. október 2006

Samband.

Ég er búin að komast að því að margir hverjir hafa undarlegar hugmyndir um hvernig sambönd eiga að þróast. Undarlegar að sjálfsögðu miðað við mínar einstaklega heilbrigðu hugmyndir.

Fyrir mér eru sambönd eins og brauð. Fyrst þarf að eiga rétta innihaldið svo hægt sé að baka brauðið. Algjört möst er pressuger svo hægt sé að gerja þetta dótarí, ekki bara henda dufti í mallið.

Eftir að innihaldið er komið á hreint þarf að leyfa gerinu að gerjast. Fyrst að þetta er ekki alvöru brauð þá er óhætt að leyfa þessu að gerjast í einhvern tíma. Síðan þarf að henda þessu öllu saman, seinna meir að hræra í mallinu, hnoða deigið duglega til og frá, móta það, lemja til eftir hvernig formið á að vera (flatt eins og pizza, þungt eins og kartöflubrauð, sætt eins og bananabrauð, létt eins og fransbrauð… ), baka það og baka nógu andskoti mikið svo brauðið klárist ekki strax. Sniðugast er að henda nokkrum hleifum í frystinn svo hægt sé að grípa í mola af og til.

Ég hef komist að því síðustu 3 mánuði að ansi margir skreppa bara út í bakarí í stað þess að hafa fyrir því að baka brauðið. Flestir spurja hvort ekki sé sambúð á döfinni. Sumum finnst ósköp eðlilegt að ræða framtíðina í fyrstu vikunni, barneignir og annað.

Annaðhvort er ég svona treg eða svona margir á hlaupum.

Dúddamía segi ég bara og tékka á gerinu.

Biribimm biribamm.

Stelpukvöld og rómantík

Sunnudagur, 8. október 2006

Síðustu helgi ákváðum við dömurnar að koma saman og sötra fína vínið sem ég keypti í Þýskalandi. Mjólkurlitaður og ansi girnilegur drykkur í ansi fallegri flösku, sem er eins og sæðisfruma í laginu. Vanillu, karamellu, bla bla (sagt með þýskum hreim) bragð hljómaði vel. Litla sys var búin að vera mikið spennt yfir að drekka þennan guðdómlega drykk. Allar helgar annaðhvort spurði hún hvort við ættum að drekka sæðið eða argaði á mig og urraði hvort ég væri nokkuð að drekka sæðið.

Mamma aftur á móti misskildi mig viljandi þegar ég sendi henni sms um sæðisdrykkju, sagðist ætla byrja að safna, esspabbi var svo vænn að bjóða sig fram sem gjafa. En svo bauð esspabbi sig bara fram sem krana fyrir okkur dömurnar. Ég spurði mömmu hvort það hljómaði vel að ég segði “jæja pabbi, nú er komið að mér að strokk’ann!!” Þá var hún fljót að segjast ætla koma án hans.

Við vorum nokkuð margar á þessum dömukvöldi, en einungis við systurnar ákváðum að drekka góða sæðið. Að vísu áttu mamma og vinkona hennar eftir að koma en enginn nennti að bíða eftir gömlu kellunum. Spennan lá í loftinu, ég skenkti í glös, glösin á lofti með brosið frosið því það þurfti að taka svo margar myndir af þessum merkilega viðburði.

Loksins loksins loksin fengum við að taka sopa af þessum guðdómlega drykk. Þessi drykkur var svo góður að viðbjóðs- og skelfingarsvipur birtist á smetti okkar systranna. Jumm jumm, þessu gleymi ég aldrei. Ég hét mér því að ég skyldi svo sannarlega brumma til Þýskalands seinna meir og sleppa því alveg að kaupa mér svona aftur. Þvílílkur og annar eins óbjóður.

Ég og litla sys ákváðum samt að drífa þetta af í einum sopa, held ég hafi verið ca mjög langar 30 mínútur til að jafna mig á þessu og tjasla smettinu og maskaranum saman.
Mamma og vinkona hennar komu loksins að smakka á þessu og þeim fannst þetta bara gott.

Ég komst að því um daginn að ég er mjög rómantísk. Lág á flottri karlmannsbringu og hlustaði á hjarsláttinn. Rómantískar hugsanir flugu um huga minn “djö… ef ég hefði klukku gæti ég talið öndunina og hjartsláttinn…………………”

Biribimm biribamm