Sambönd
Sunnudagur, 22. október 2006Samband.
Ég er búin að komast að því að margir hverjir hafa undarlegar hugmyndir um hvernig sambönd eiga að þróast. Undarlegar að sjálfsögðu miðað við mínar einstaklega heilbrigðu hugmyndir.
Fyrir mér eru sambönd eins og brauð. Fyrst þarf að eiga rétta innihaldið svo hægt sé að baka brauðið. Algjört möst er pressuger svo hægt sé að gerja þetta dótarí, ekki bara henda dufti í mallið.
Eftir að innihaldið er komið á hreint þarf að leyfa gerinu að gerjast. Fyrst að þetta er ekki alvöru brauð þá er óhætt að leyfa þessu að gerjast í einhvern tíma. Síðan þarf að henda þessu öllu saman, seinna meir að hræra í mallinu, hnoða deigið duglega til og frá, móta það, lemja til eftir hvernig formið á að vera (flatt eins og pizza, þungt eins og kartöflubrauð, sætt eins og bananabrauð, létt eins og fransbrauð… ), baka það og baka nógu andskoti mikið svo brauðið klárist ekki strax. Sniðugast er að henda nokkrum hleifum í frystinn svo hægt sé að grípa í mola af og til.
Ég hef komist að því síðustu 3 mánuði að ansi margir skreppa bara út í bakarí í stað þess að hafa fyrir því að baka brauðið. Flestir spurja hvort ekki sé sambúð á döfinni. Sumum finnst ósköp eðlilegt að ræða framtíðina í fyrstu vikunni, barneignir og annað.
Annaðhvort er ég svona treg eða svona margir á hlaupum.
Dúddamía segi ég bara og tékka á gerinu.
Biribimm biribamm.