Du du du du du!

Buxurnar mínar tóku þá sjálfstæðu ákvörðun að minnka við sig. Ekki alveg viss um í hvaða tilgangi þær gerðu það. Hvort það væri svo ég liti út fyrir að vera þrýstin og flott eða til að ég liti út fyrir að hafa bætt á mig lærum og rassi.  Að auki hefur buxnastrengurinn þrengst og beltin eru styttri.

Það furðulega við þetta allt saman er að vigtin hefur stigið upp á við í samræmi við vídd larfanna. Samsæri?

Ég held samt að sökudólgurinn sé vanish. Byrjaði að nota það síðust mánaðarmót og larfarnir minnka og minnka.  Gæti virkað að skrúbba kroppinn með vanish, ætla að prófa það.

Um daginn var vekjaraklukkan mín gú gú. Ég rankaði við mér við hið hljómfagra du du du du du, greip drusluna, rýndi í hana með smá rifu á auganu og ýtti á snús. Stuttu seinna fékk þessi drusla eitthvað kast! Hún var ekki lengur hljómfögur du du du heldur bætti hún við slaufum og lykkjum í hljóðin. Du du di di damm damm eða hvað það var sem hún var að orga. Ekki nóg með það heldur varð hún eitthvað speisuð í útliti.

Snús takkinn var ekki lengur lítill takki á miðju klukkunnar, hann var dottin ofan í holu og ég þurfti mikið að vanda mig til að hitta á hann. Ég áttaði mig á því að ég þyrfti að hitta nákvæmlega á miðju takkans svo hún gæti hætt að orga. En úppps aðeins of mikið til hægri, úpps aðeins of mikið til vinstri, úpps aðeins of ofarlega, úppps aðeins of mikið til vinstri. Eftir að ég held 15 tilraunir til að hitta á helvítis takann þá ákvað herra fattari að ranka við sér. Þetta var símahelvítið að grenja.

Biribimm biribamm.Ein ummæli við “Du du du du du!”

  1. Agný ritar:

    Eitthvað kannast maður við þetta með símann og vekjarklukkuna ;-) ..

    Kveðja Agný.