Frekar óþægilegt.

Um daginn fékk ég að prófa öndunarmælingu. Sú sem sér um þetta vildi endilega prófa nýja tryllitækið sitt og vantaði heilbrigðann blásara. Ég ákvað af góðmennskunni einni saman, ásamt dassi af forvitni, að fórna mér í þessa tilraunastarfsemi.

Veit nú að lungun eru næstum fullkomlega heilbrigð, mættu vera betri samt:S

Ég hafði áður horft á öndunarmælingu í framkvæmd, virtist ekki ýkja flókið eða erfitt. En ég, með heilbrigðu reyklungun, var á því að ég væri að kafna. Hver tilraun er gerð 2 - 3 sinnum. Rétt áður en fyrsta tilraun hófst fór ég að sjá eftir þessari góðmennsku minni. Klemma á nefinu, stútur í trantinum og ég gat ekki kyngt (það er assgoti assgoti óþægilegt!!)

Ég þurfti að kreista allt loft úr kroppnum, belgja mig upp af lofti, blása og mása og ég veit ekki hvað. Fyrir rest var ég orðin frekar undarleg í hausnun, þá undarlegri en vanalega.

Koldíoxíð í lungum var algjörlega skipt út fyrir súrefni í síðustu rauninni. Ég sver að það er satt, ég var í vímu eftir þessa þolraun. Svona mikið súrefni getur varla verið heilanum gott.

Setningar ultu samhengislausar út úr mér. Eitt orð sem ég gat engann veginn sagt rétt var drasl og rusl sama hvað ég reyndi. Drusl, rasl nei drusl… nei ég meina lusl… eða bara lasl.. æ nei… ööö… drusl… æ arg!!

Fannst þó þegar leið á daginn að ég væri að jafna mig. Ofurkátinan sem ég græddi á þessu fór minnkandi og orðaforðin fór aftur í réttar skorður.

Rétt fyrir heimferð tæmdi ég vasa mína, sagði bless og “nennirðu að henda þessu í druslið?”

Biribimm biribamm.Lokað er fyrir ummæli.