Hvar er þessi andi?

Ég sit hérna við tölvudrusluna og bíð eftir að andinn komi yfir mig. Þessi andi sem á að detta yfir mig og hrinda yfir mig brjáluðum og góðum hugmyndum af einhverju til að skrifa um. En þessi andi lætur ekki sjá sig.

Ég kveikti öll ljósin áðan og á fullt af kertum líka. Ég varð oggulítið hrædd við að bíða eftir þessum anda. Það er jú frekar óhugnanlegt að hugsa til að þess að það komi einhver andi röltandi hingað með kassa, eða veski eða hvað hann hefur til að bera allar þessar hugmyndir.

Hræddust er ég um að hann sé með buddu fulla af klinki. Hann gæti kastað nokkrum krónum í hausinn á mér eða honum gæti dottið í hug að sturta úr buddunni á mig. Það er vont að fá klink í sig.

Hvað ætli þessi andi heiti annars? Zemakorsapóklarón? Gæti verið, þó hefur hann ekki látið sjá sig þrátt fyrir að ég hafi hvíslað þetta nafn hátt og skýrt. Hvaða andi mundi ekki koma hlaupandi við músarlegt og skjálfraddað hvísl???

Annars held ég að það komi enginn andi, bara fattarinn fór í gangi. Auðvitað þorir enginn andi hingað inn, ég er með andafælu danglandi í loftinu!!

Biribimm biribamm4 ummæli við “Hvar er þessi andi?”

 1. hanna ritar:

  ef ég væri þú þá mundi ég ekki vera hrædd því þessir andar eru oft eftir því þeir hafa ekki klárað sín mál ég held þessi andi sé að reina seigja þér eithvað til fá þennan anda út er oftast gott að miðlill eða prestur komi á staðinn til að koma bölvun úr húsinni

 2. Klisja bullari ritar:

  Já ég hringdi í prestinn og útskýrði mál mitt. Hann gerði nokkrar tilraunir til að lokka þennan svokallaðan anda yfir mig. Hann sáldraði sandi yfir mig og það fór mest bara í augun á mér. Hann blessaði mig og bugtaði og allt þetta prestadótari en andinn er ekki enn kominn, ég þjáist enn af skrifstíflu.

  Fleiri ráð?

 3. gunna ritar:

  Ég held að Andinn sé ekkert viljugri að koma þó blessaður presturinn sáldi einhverju galdradufti ;) þú verður bara að bíða eftir HANS tíma hehehe.

  Eru ekki einhver kerti betri en önnur í svona tilfelli ?

 4. Klisja bullari ritar:

  Spurning, kannski þarf ég bara að finna vel þungt kerti og berja andann í hausinn á mér. Prófa kanilkertið sem ég á, fyrir utan þyngd þá er…. úff… mikill ilmur af því.