Tilgangslaus sumarfærsla

Æ hve ég get verið fyndin þegar ég er bara ein með sjálfri mér. Stundum grenja ég úr hlátri því ég er svo fyndin. Er geggjað hnyttin og með svörin á reiðum höndum. Yfirleitt þó bara eftir á, roðna og stama oftast á meðan samtali stendur. Gengst þó ekki við því að ég sé undarleg, feimið og innrænt fólk er þvílíkt fyndið og skemmtilegt innan um sjálft sig.

Nú í sumar verð ég að hamast við að vinna svo ég geti klárað e-ð af þessari starfsþjálfun sem ég neyðist til að stunda. Þó hafði ég ætlað mér að geyma og geyma þessa starfsþjálfun þangað til ég væri orðin aðeins stærri. Þó kannski ekki vitlaust að drífa þetta af núna, ég hækkaði um heila 2 cm við það að klæðast hvítum sloppi. Svo og yngist ég einnig um 5 - 10 ár. Sem er þó kannski ekkert svo gott miðað við aldur.
Þannig að í haust þegar skólinn hefst aftur þá verð ég örugglega 165 á hæð og 18 ára.

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.