Messulegur bragur á hátíðum þessa lands.

Ég er oft að spá í þjóðlegri hátíð hér á landi. Hér er engin eiginleg hátíð, þ.e.a.s. eitthvað virkilega skemmtilegt um að vera. 17 júní röltir fólk um með blöðrur og krakka með klessulituð smetti og sykurklístur í bland. Allt fjörið er uppi á palli og við stöndum og gónum á það. Eins og í messu. Síðan er farið á fyllerí.

Hvað er þjóðlegt við þetta? Er hægt að kalla hóp fólks með blöðrur, kerrur og hunda í göngutúr skrúðgöngu? Er einhver hátíð til hér á landi sem hægt er með sanni að segja “svona er okkar þjóð”?

Nema við séum bara menningarlega snobbuð þjóð, eða svo viljum við kannski halda að við séum.
Menningarnótt, gónum á menningarlega viðburði og förum svo á fyllerí.

Sumir bæir jú hafa eitthvað í höndunum sem þeir standa fyrir, t.d. Hafnarfjörður, víkíngahátíð. Svo er farið á fyllerí. Man ekki eftir fleiru.

Kannski er okkar þjóðlega einkenni, það sem íslendingar geta með sanni sagt “svona erum við”, er að fara á fyllerí.

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.