Vasapeningur.

Nú er dótlan orðin alveg nógu gömul til að fá vasapening. Þó ekki vasapening til að eyða í hvað sem er heldur datt mér í hug að hún fengi nammipening fyrir komandi laugardag hvern og einn mánuð.

Í gær lét ég hana því hafa 500 krónur, sem átti að vera nammipeningur fyrir þann dag og næstu 4 laugardaga. Ég sagði henni að taka ábyrgð á peningnum, hún yrði að passa hann sjálf og ef hún mundu eyða í vitleysu þá fengi hún ekkert nammi næstu laugardaga.

Ekkert mál segir daman, voða ánægð að vera treyst fyrir heilum 500 krónum í vasann til eigin neyslu. Hún var greinilega sérlega ánægð að fá þetta mikinn pening því ég er ein af þessum vondu mömmum sem gefa bara skitnar 100 kr í nammipening, aðrir fá sko 300 kall eða meira!

Dótlan kom síðan voða hróðug úr sjoppunni með innkaupapoka fullan af nammi að andvirði 1000 kr. Hún setti allt undir, “vil fá nammi fyrir einn rauðann takk”

Biribimm biribamm.2 ummæli við “Vasapeningur.”

  1. Lísa ritar:

    Aldeilis týpískt lol bara nammi fyrir allan peninginn hehehe jám svona er þetta og kláraði hún þetta svo og fékk ekkert meir eða?
    Knús og kiss
    Lísa og Vikký

  2. Klisja bullari ritar:

    Hún og frændi hennar slátruðu namminu síðustu helgi. Stór stappfull skál af nammi, draumur fyrir litla orma… hehehhe