Úpps!

Aumingja litli gullfiskurinn okkar varð lasin og dó, blessuð sé minning hans. Hann gladdi auga okkar þegar hann synti hring eftir hring í kúlunni sinni. Dótlan varð að sjálfsögðu miður sín yfir litla fisknum sínum og því miður á hún afskaplega ótillitsama móður.

Ég var á leið heim úr vinnu, þennan sama dag og fiskurinn dó. Dótlan hringdi í mig og spurði hvað væri í matinn. “Fiskur!”, svaraði ég. “En getum við ekki haft eitthvað annað?” sagði dótlan, frekar aum í rómnum. “Nei, það er annahvort fiskistangir eða soðin ýsa, það er það sem er í matinn og hananú!”

Það kemur smá þögn og dótlan segir grátklökk, “já en mamma, ég var að missa fiskinn minn:(”

Biribimm biribamm.Lokað er fyrir ummæli.