Gleðileg jól

Þetta hafðist. Hvít jól. Þetta er svo sem ekkert óalgengt, spáð rauðum jólum og svo ákveður snjórinn að falla á aðfangadag. Jafnvel ein jólin var útlit fyrir rauð jól en snjórinn ákvað að taka þátt fyrir klukkan sex. Svona á þetta að vera, smá spenna í þessu öllu saman!

Ég óska ykkur gleðilegra jóla, ofáts og góðra gjafa. Hafið það gott á meltunni og ég vona að þið étið ekki það mikið að ykkur líði illa. Síðast en ekki síst óska ég ykkur velgengi við að hlaupa hátíðarmatinn af ykkur á komandi ári.

Biribimm biribamm.Lokað er fyrir ummæli.