Klárir kettir

Mamma á ansi klára ketti. Í gær gáfu þeir nokkra pakka sem þeir pökkuðu víst alveg sjálfir inn. Ekkert smá duglegir. Ég sá kött í sjónvarpinu um daginn sem kunni að borða með gaffli og prjónum, það er víst hægt að kenna þessum ansdskotum allt. Það furðulega var að þegar þeir áttu að opna sína pakka hlupu þeir bara í burtu með skottið á milli fóta. Held að mamma hafi ofgert greyjunum í þessu pakkaveseni.

Loksins tókst þó að fá þá til að handleika pakkana sína. Þeir þefuðu af pappírnum, ýttu honum fram og til baka og fundu sér svo eitthvað annað að gera.

Held að mamma þurfi fyrir næstu jól að kenna þeim að opna pakka líka.

Biribimm biribamm.Lokað er fyrir ummæli.