Bílstjórar eru fávitar!!!
Sunnudagur, 14. janúar 2007Hvað er annars svona gleðilegt við byrjun ársins? Ég vakna nokkuð kát, fæ mér kaffisopa og ósóma, sest síðan niður til að lesa mitt blað og þá er nýársgleðin farin. Ég er hætt að lesa blöðin. Einstaka frétt um málefni líðandi stundar en síðan grein eftir grein um megrun og megrun og megrun og skuldir og skuldir og aftur megrun og ketti og hreyndýr og drekka snjó með karrýi og stöppuðum banana o.s.frv. Bjúgur og jólabumba, vinna hefst aftur sem er í raun gleðiefni því það er hundleiðinlegt að danglast um og hafa ekkert fyrir stafni. Skólinn hefst aftur sem er enn meira gleðiefni því þá hef ég eitthvað fyrir stafni á daginn líka.
Þrátt fyrir að ég hafi verið í fríi yfir jólin þá varð ég þreyttari og latari en ef ég hef mikið fyrir stafni. Mér datt t.d. ekki í hug að ryksuga þó það sæist ekki í gólfið fyrir fuglakorni, kexi, poppi, hörðum osti og gúrkusneiðum. Var of upptekin við að gera ekki neitt. “Vaskaðu bara upp glas” argaði ég reglulega og ef ég hefði nennt út í búð þá hefðu verið staflar af einnota dótaríi og stórir ruslapokar á víð og dreif um pleisið.
Bráðum þarf ég þó ekki að arga lengur því ég ætla mér að ættleiða uppþvottavél. Litla barnið mitt mun bera nafnið þvotta og verður sannarlega gleðigjafi á þessu heimili. Þá mun uppvaskið örugglega vera afskaplega spennandi fyrir dótlunni, svona fyrst um sinn. Er víst kominn tími á að herða á písknum, hún á að að vaska upp, þvo þott, skúra, elda og allt það sem sannri dömu sæmir í stað þess að drasla til og rífa kjaft sem drengur væri. Það er því áramótaheitið, temja dótluna betur.
Ég fer ekkert ofan af því að bílstjórar eru fávitar. Þessir fávitar sitja í sínu upphitaða skýli og ekki svo mörgum dettur í hug að stoppa fyrir gangandi vegfarendum við gangbraut, þá sérstaklega ekki ef veður er vont. Sumir jafnvel ana áfram þrátt fyrir að bíll úr gagnstæðri átt stöðvi. Fábjánar. Þó skiptir klæðnaður máli. Ef ég er með hettuna uppi þá er ekki séns í hvelvíti að nokkur hleypi mér yfir. Húfa er í lagi, léttur klæðnaður hittir í mark og ég á eftir að prófa nektina.
Biribimm biribamm.