Færslur frá 4. febrúar 2007

Karlmaður til sölu!!!!!!!!!!

Sunnudagur, 4. febrúar 2007

Stelpur, mæli með því að þið kíkið á þennan, Remax er með hann til sölu. Ætti að duga að ganga Tröllateiginn og líta upp í glugga, skiltið fer varla framhjá nokkrum. Ég er ekkert að ljúga, það stendur stórum stöfum á skiltinu Til sölu, Bjarni manekkihversson og dágóð mynd af honum.

Ég ákvað nú um mánaðarmótin að spandera pening í hárvörur sem áttu að gera hár mitt fínt og gott. Simply straight heillaði mig þar sem ég er með úfið hár og æ bara eitthvað svo asnalegt og út í loftið og ekkikrullaðekkislétt heldur bara….. mikið um sig en ekki þannig að það líti vel út.

Sveipir hreiðra um sig hér og þar og jafnvel meistari í hársléttingum á alvöru stofu kvartaði undan að það væri ómögulegt að slétta það.

Ég makaði þessu duglega í hárið og söng “sléttum hár sléttum hár úfið hverfur slétt og fallegt bla bla bla. Eftir sturtu leyfði ég því að þorna og hreyfði ekkert við því, ekkert að vefja því upp á puttana, naga það, troða því bakvið eyrun, klessa það með því að liggja það… sat bara eins og prinsessa og beið.

Hef ekki séð hárið á mér svona úfið og krullað síðan ég var krakki. Mæli hiklaust með þessu, þetta greinilega þrælvirkar. Nema næst ég prófi kannski sjampóið sem er sérstaklega gert fyrir krullað hár.

Held mig sem sé bara við taglið á næstunni. Sérstaklega eftir komment frá skólasystrum mínum sem vanalega liggja ekki á skoðunum sínum þegar þeim finnst breytingar flottar, vá flott þetta eða hitt og hitt og þetta. Við mig var sagt þegar ég ákvað að vera með slegið og ósléttað hár:   vá…. *hik* …. ööö… rosalega hefur hárið á þér síkkað!!!

Biribimm biribamm.