Færslur frá 19. febrúar 2007

Gallaðir kostir.

Mánudagur, 19. febrúar 2007

Kostir og gallar

Nefndu eins marga kosti og galla sem þú finnur hjá þér á 15 sekúndum. Má skrifa eða hugsa.
Hve stór hluti ætli hafi verið kostir? Efast ekki um að stór hluti þeirra sem hlaupa í gegnum þetta tíundi ókosti en hiki við kosti. Æ og æ, það er svo erfitt að finna kostina. Eða hvað?

Er það virkilega svo erfitt? Hvað er svona erfitt við það? Hvers vegna erum mörg hver okkar svona assgoti dugleg við að finna gallana en það gýs reykur úr eyrum af áreynslu við að finna kosti?

Ástæða númer eitt: Það er ekki kúl að telja upp kosti, betra að segjast vera öglí og snappa smá samúð í stað þess að segjast vera kjútí og sjá á öðrum “svipinn”
Það kannast allir við “svipinn”, þennan svip sem segir OMG skobarasta, jídúddamía skobarasta.

Ástæða númer tvö: Og aftur snýst þetta um að tapa ekki kúlinu. Hver vill vera talin hrokafullur? Það þykir hrokafullt að hafa gott álit á sér, enn of aftur dúddamía skobarasta

Ástæða númer þrjú: Enn og aftur snýst þetta um að tapa ekki kúlinu.  Við getum ekki verið sjálfselsk eða sjálfhverf!! Það gengur ekki, það er sko ekki kúl. Gott fólk tíundar kosti annara og pakkar sínum niður í pappakassa á meðan.

Ástæða númer fjögur: Við töpum kúlinu því það er svo hallærislegt að sveifla kostum. Vinsælasti frasinn við upptalningu kosta er “það hafa sko allir galla”, það er nebbla ógissla hallærislegt að tala um kost og þylja svo ekki upp með hraði a.m.k þrjá galla á móti.

Endilega veifum göllum einu sinni á dag (annað er þreytandi), höldum kostunum fyrir okkur sjálf og við sleppum við að fá …. “svipinn” (sagt með dimmri röddu)

Ef þú vilt fá yfirmáta”svipinn” þá segistu vera með flottar tær. Það er ókúl að segjast vera með flottar tær, allir vita það. Tær eru ljótar, punktur. Nema mínar tær, þær eru fagrar.

Biribimm biribamm.