Færslur frá 24. apríl 2007

Að fara lengri leiðina.

Þriðjudagur, 24. apríl 2007

Var frekar utan við mig í gær og gleymdi að afhaka við yahoo toolbar þegar ég uppfærði ccleaner. Eina tólastikan sem fær að glenna sig í mínum vöfrum er google. En það er svo sem ekki mikið mál að losna við þetta, bara remove program. Eða svo hélt ég.

Jú jú, stikan hvarf úr IE en ekki úr firefox. Hún límdi sig algjörlega fasta við elsku refinn minn. Þetta reyndi ég til að losna við stikuna:
System restore 2x, fyrir gærdaginn og daginn fyrir það.
Eyða út öllu sem hafði heitið yahoo
Eyða út refnum
Eyða út refnum og öllu sem hafði heitið firefox
Eyða út cclener og öllu sem hafið heitið ccleaner
Keyra spybot
Fikta meira, eyða út. setja upp og jadda jadda jadda.
Alls tók þetta fikt um 2 tíma í heildina.
Loks gafst ég upp. Skoðaði refinn aðeins og fiktaði.

Í þessu fikti sá ég ljósið!
Tools, adons, uninstall yahoo.

Biribimm biribamm.