Færslur maímánaðar 2007

Rolling on the river….

Þriðjudagur, 29. maí 2007

Mig dreymdi hrillilega asnalegan draum í nótt.
Vinkona mín var að handmata 2 unga. Hún bræddi playstation leiki og bjó til graut úr þeim fyrir ungana. Ég reyndi að segja henni að playstation leikir væri pottþétt ekki holl fæða fyrir ungana, betra væri að nota video spólur. Líklegast væru einhverskonar olíur á kasettunum (já, leikirnir voru ekki cd heldur kasettur) sem gerðu það að verkum að hægt væri að nota spólurnar svona mikið. En hún vildi ekki hlusta á mig, hélt bara áfram að gefa ungunum þessa brúnu drullu. Jeminn eini sko, að hlusta ekki á mig! Piff.

Við systurnar skruppum á Gaukinn á sunnudaginn að hlusta á krídens sjóvið. Minnsta gerpið reif okkur stóru sys úr buxum og skellti okkur í réttsvoyfirrassinn pils. Ég vissi það fyrirfram að annaðhvort ég eða stóra sys ættum eftir að hrynja á rassinn. Mig grunaði að það yrði ég, bara því ég var ekki í sokkabuxum. En ég hafði rangt fyrir mér, það var stóra sys sem hrundi. Hí hí! Með fætur upp í loft og allt saman, gerði þetta með stæl.

Var assgoti gaman á sjóvinu. Eða þangað til einhver dúddi stökk upp á svið, rak Bigga af sviðinu og gaulaði “ég sé um hestinn” og fleira í þeim dúr. Jíha og jibbí jei.

Sonur Bigga kom hérna við í gær. Tilkynnti mér það að pabbi sinni væri að fara að spila. Síðan sagði hann hugsi, ” getur pabbi minn eitthvað spilað fyrst hann er orðinn afi??”

Biribimm biribamm.

Markmið

Þriðjudagur, 22. maí 2007

Rétt upp hönd!! Hversu margir aular (eins og ég) þykjast hafa markmið, erfiða við að ná þykjustumarkmiði en ná engum árangri?

Faðir minn sýndi mér skemmtilega og einfalda leið til að gramsa í heilanum, týna út nokkur markmið og leiðir til að ná þeim. Hver vill líka?

Þetta er svo assgoti sniðugt, svo einfalt og svo augljóst að það er frekar furðulegt að það þurfi heilt námskeið til að fatta þetta. Fyrsta námskeiðið er frítt. Annað og þriðja kostar peninga en er örugglega vel þess virði. Þó eru þetta að vísu eilífðarnámskeið.

Ég hóf námskeið 1 og kolféll fyrir þessari snilld. Ég byrjaði að gera það sem ég ætlaði mér alltaf að gera en hef aldrei komið mér í að gera af því að það er svo hrikalega þægilegt að vera bara sófakartafla. Líkamsþjálfun. Setti mér það sem markmið og ekki nóg með það, heldur hóf ég þjálfun og er enn að! Rosa gaman hjá mér að hoppa og skoppa í tæ bó heima í stofu. Skortur á peningum er engin afsökun því það kostar einungis að leggja út fyrir spólu (990kr) eða DVD (allt að 2490). Tímaleysi er heldur engin afsökun því að á þessu námskeiði læri þú einnig að nýta tímann betur.

Setti mér einnig það markmið að hætta að reykja og er hætt. Heilir 6 dagar liðnir!! Vásers:P

Kíkja núna, bara snilld! http://www.simpleology.com/index.php

Biribimm biribamm

Frétt dagsins.

Fimmtudagur, 17. maí 2007

Ég mig mér mín lagði tjörutittlingana á hilluna klukkan 16:00 í gær. Gengur vel að smjatta á níkótínslummum eins og sést í drepið í pistlinum fyrir daginn í dag.

Hérna er grenjúrhlátri frétt sem fréttablaðið ritaði.
Væn matarbiti var settur inn í búr hjá úlfi, eitt stykki lifandi asni. En asninn varð ekki étinn, asninn og úlfurinn urði mestu mátar og eru afskaplega góðir vinir. Kúra saman og allt voða sætt.

Mannasnarnir eru einhverra hluta vegna vinsælir líka, það greinilega borgar sig að vera algjör asni.

Biribimm biribamm.

Stikkdagur.

Föstudagur, 11. maí 2007

Ég stórgleymdi að leiðrétta þessa vitleysu með “fína góða flotta sjampóið”. Þetta er ógeð, punktur.

Mitt hár er í tísku.

Prófin eru búin.

Nýjasta gæludýrið er fiskur. Nú er flóran  Skortur (gári), Rafael (dísa), Sólareldur (ástargaukur) og fiskilufsan heitir Djundjun.

Rafael er barnið mitt, Sólareldur og Djundjun eru barnabörnin og Skortur er barnið mitt og barnabarnið.

Búið að selja kallinn hann Bjarna, tók aldeilis tíma!

Biribimm biribamm.