Færslur frá 29. maí 2007

Rolling on the river….

Þriðjudagur, 29. maí 2007

Mig dreymdi hrillilega asnalegan draum í nótt.
Vinkona mín var að handmata 2 unga. Hún bræddi playstation leiki og bjó til graut úr þeim fyrir ungana. Ég reyndi að segja henni að playstation leikir væri pottþétt ekki holl fæða fyrir ungana, betra væri að nota video spólur. Líklegast væru einhverskonar olíur á kasettunum (já, leikirnir voru ekki cd heldur kasettur) sem gerðu það að verkum að hægt væri að nota spólurnar svona mikið. En hún vildi ekki hlusta á mig, hélt bara áfram að gefa ungunum þessa brúnu drullu. Jeminn eini sko, að hlusta ekki á mig! Piff.

Við systurnar skruppum á Gaukinn á sunnudaginn að hlusta á krídens sjóvið. Minnsta gerpið reif okkur stóru sys úr buxum og skellti okkur í réttsvoyfirrassinn pils. Ég vissi það fyrirfram að annaðhvort ég eða stóra sys ættum eftir að hrynja á rassinn. Mig grunaði að það yrði ég, bara því ég var ekki í sokkabuxum. En ég hafði rangt fyrir mér, það var stóra sys sem hrundi. Hí hí! Með fætur upp í loft og allt saman, gerði þetta með stæl.

Var assgoti gaman á sjóvinu. Eða þangað til einhver dúddi stökk upp á svið, rak Bigga af sviðinu og gaulaði “ég sé um hestinn” og fleira í þeim dúr. Jíha og jibbí jei.

Sonur Bigga kom hérna við í gær. Tilkynnti mér það að pabbi sinni væri að fara að spila. Síðan sagði hann hugsi, ” getur pabbi minn eitthvað spilað fyrst hann er orðinn afi??”

Biribimm biribamm.