Færslur frá 15. júlí 2007

Óheiðarlega heiðarleg.

Sunnudagur, 15. júlí 2007

Mikið var ég óheppin um daginn. Ég pantaði mubludruslur frá rúmfó og fékk alveg óvart aukapakka með. Ég þorði ekki öðru en að vera gasalega heiðarleg og láta vita af þessum óvænta aukapakka. Það versta var að ég hefði vel getað notað þessa mubludruslu, nokkrum sinnum næstum látið verða af því að kaupa akkúrat þetta. Var þetta almáttugur sjálfur að gefa mér drusluna eða var hann að reyna mig??

Þó er þetta ekki ábending um að ég sé heiðarleg, ég bara þori ekki að vera óheiðarleg. Kann ekki að ljúga. Er ekki einhver með námskeið, ljúga, pretta, stela og svíkja 101? Námskeiðið gæti kallast PLAFF - pretta og ljúga aula flott og faglega.

Biribimm biribamm