Færslur frá 18. júlí 2007

Jiminneinastihvaðvarégaðspá!

Miðvikudagur, 18. júlí 2007

Ég er með aukagest í nokkra daga, gáran hennar ömmu. Mér hefur þótt nóg um að vera með 3 stykki fugla arkandi á mér. Hvað þá að einn af þeim er soldið matfrekur, ef ég gef honum ekki af matnum mínum þá bara fær hann sér sæti (á matnum) og fær sér að éta. Í dag var ég með 4 gauka arkandi á mér. Ömmufugl vildi í fyrstu ekki koma til mín, sat bara uppi á ramma og snyrti fjaðrir. Það var ekki fyrr en ég tók þá slæmu ákvörðun að fá mér hrökkbrauð með osti. Ömmufugl var fljótur að setjast á hrökkið og hóf að tæta það í sig svo ákaft að mynsla þeyttist í allar áttir. Ekki nóg með það, Skortur þurfi auðvitað einnig að setjast á hrökkið mitt og tæta það í sig. Þarna var ég að erfiða við að éta matinn minn með tvo litla gára sem aukaálegg.

Biribimm biribamm