Færslur frá 28. júlí 2007

Lítil framtíðarsýn.

Laugardagur, 28. júlí 2007

Hér á landi er er lítil framtíðarsýn í fjármálum. Ef ráðandi bjánar hefðu á einhverjum tímapunkti fyrir x mörgum árum haft framtíðarsýn t.d. varðandi samgöngur, þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Ráðandi bjánar hugsa og hafa hugsað í gegnum tíðina “við tímum ekki að henda fullt af peningum í almenningssamgöngur, reynum að lækka kostnaðinn”. Væri ekki nærri lagi að hugsa “við ætlum að henda fullt af peningum í almenningssamgöngur í dag, gera þær þannig að fólk vilji og geti notað þær og eftir x mörg ár verður komið jafnvægi á fjármálin”? Efast um að nokkrum dytti í hug að stofna fyrirtæki, bjóða fram lélega þjónustu og vera svo steinhissa á öllu þessu tapi. Gripi svo í þokkabót til þess ráðs að minnka þjónustuna og vera svo enn meira hissa á enn meiri halla. Hvar er vitið í þessu?

Ég missti af því að sjá Beyonce detta, allt lok lok og læs. ÆÆ.

Biribimm biribamm.