Færslur ágústmánaðar 2007

Frítt í strætó.

Föstudagur, 17. ágúst 2007

Jæja nú er skólinn að hefjast og ég þarf enn eina önnina að bögglast í strætó fram og til baka.
Ég er samt alveg handviss um að ferðir með strætó verði mikið skemmtilegri nú þegar ég fæ frítt. Ég ákvað að prófa að hafa “gaman” í strætó, skoðaði umhverfið og naut þess í botn að vera lengi á leiðinni. Fyrst þurfti ég auðvitað að bíða eftir strætó. Sá að ég var nýbúin að missa af honum og þurfti því að bíða í hálftíma eftir næsta. Á ferð minni sá tré á stangli, nokkrar bykkjur á túni, ruslapoka fastan við girðingu, hafið, eyju, meira gras, nokkur hús, egilshöll, fleiri hús, meira gras, tré af og til, bíla á ferð. Sem sagt, miög spennandi allt saman.

Ég bað vagnstjórann um að kalla upp tólfustjórann og biðja hann að hinkra eftir mér. Samkvæmt mínum heimildum eiga þeir að vera á sömu mínútu í Ártúni. Það gekk ekki eftir, ég beið í hálftíma eftir næsta vagni. Ástæða þess er að hann er nefnilega 2 mínútum á undan leið fimmtán. Mínar heimildir voru greinilega rangar, þ.e. leiðarbókin sem var búin til fyrir sumaráætlunina.

Loks settist ég inn í tólfuna og rúntaði um í þessar 10 mínútur sem það tekur að fara frá Breiðhöfða að FB. Ég kíktí í leiðarbókina og sá að leið sautján færi eftir 4 mínútur. Ég ætlaði mér að skreppa í Office að versla skólabækur. Það tók ca 10 mínútur að hlaupa inn, ná í stundarskrá og eitt pappírssnifsi. því þurfti ég að bíða í tæpan hálftíma eftir næsta strætó. Voða gaman allt saman.

Ég komst heilu og höldnu í Office, steingleymdi því miður að skoða allt þetta útsýni. Ég steig út úr strætó og búmm bara! Árekstur við ljósin á Grensás. Ég verslaði flest af því sem ég þarf í skólann, leit á klukkuna og sá að ég hafði rétt misst af strætó. Þá blasti við hálftíma bið eftir strætó. Ég arkaði þó af stað í skýlið og hafði heppnina með mér, ég rétt náði strætó. Sem betur fer, stundum, er leið fimmtán yfirleitt sein.

Þetta ferðalag mitt, ná í stundarskrá og 20 mínútna verslunarferð, tók 2,5 tíma. Hvað er ég svo að kvarta yfir að það taki mig 2 tíma að fara í Hafnarfjörðinn? Mér sýnist þó að ég nái kortersferðunum í skólann og heim. Þá tekur mig ekki nema 33 mínútur að fara í skólann og 27 mínútur að komast heim, ef strætó er samkvæmt áætlun, og það allt frítt.

Biribimm biribamm.

Salt

Þriðjudagur, 14. ágúst 2007

Ég hef haft það fyrir reglu að ef ég fæ í magann þá sötra ég saltvatn. Stundum jafnvel powerade en finnst það ekki virka eins vel. Hef ekki hugmynd um hvort ég hafi oft komið í veg fyrir ælupest, ég hef þó hingað til sloppið við hana.

Einn laugardaginn skrapp ég í grill til sys og át og át og át og drakk nokkra áfenga drykki ásamt því að háma í mig snakk og nammi. Um nóttina vaknaði ég við mikla vanlíðan, mér var svo flökurt og maginn fullur af vökva og bara bjakk!! Dundaði mér við að sitja við klóið án þess að nokkuð bólaði á spýju. Ég nennti svo ekki að hanga þarna lengur. Nennti heldur ekki að sjóða mér vatn og leysa salt í því og kæla og drekka svo með grettusmetti. Ég skellti því bara saltklessu í ginið, skolaði því niður með vatni, laus við ógleði og svaf vært það sem eftir var nætur.

Ég er steinhissa að einhver hafi ekki reynt að setja á markað venjulegt salt undir heitinu “ógleðistillandi salt” og bætt 2 núllum við verðmiðann. Mundi pottþétt seljast vel.

Biribimm biribamm.

Sketsdagur

Laugardagur, 4. ágúst 2007

Las blandaranna í dagskránni og þar var rosalega mikið af stfsetningravillum.

Keypti risastórt fuglabúr fyrir elskunar mínar, þar á meðal dótluna. Hún kemst léttilega inn. Ég mögulega líka, getum haldið fjölskyldumót þar inni. Ég var hálf inni í búri að festa stangir fyrir þessar elskur og fékk duglega skítaslummu á smettið. Sætt……

Er svefnvana á sumrin vegna fótapirrings. Las einhversstaðar að engifertöflur væru góðar við þessum kvilla. Gríp næstum hvaða ráð sem er til að losna við þetta og ákvað að prófa að gleypa þetta dótarí. Hef sofið vært síðustu 3 nætur. 

Lífolía dugar sæmilega við fótapirring. Dugar flott við vaxtarverkjum dótlunnar, engin verkjalyf fengið síðan hún byrjaði að smyrja þessu á sig.

Súper dúper góð þjónusta í Fiskó, sérstaklega ef þú átt fiska.

Veldu bleikt og segðu bless við blettina.

Biribimm biribamm.