Færslur frá 17. september 2007

Fátækt eða hagsýni?

Mánudagur, 17. september 2007

Eftir nokkuð langan skóladag skellti ég mér í sæti eitt í stóra gula limmanum og klessti smettinu upp við rúðuna. Hann burraði af stað með látum eins og venja er, það er ekki ofsögum sagt að ég sé komin með limmavöðva, þ.e. vöðvar sem þróast við að halda líkamanum á sama stað á ferð í þessu farartæki. Ég sá eldri mann á göngu og hélt hann á einni kramdri áldós. Hver er aðalástæða þess að fólk hirði upp eina dós í safnið? Er þetta mikil fátækt eða er það hagsýni að hirða upp dósir fyrir 10 krónur í vasann? Iðulega sé ég fólk ganga um að tína upp dósir.

Nú vonda kella, sem er í þessu tilviki Pétur Blöndal, vill auðvitað meina að það sé engin fátækt hér á landi. Er þetta ekki bara græðgi?
Ágæta kellan sem er vanalega með augu og eyru opin hefur séð og heyrt furðulegar beiðnir frá stofnanafólki sem á að vera afar einföld lausn úr fátækt, en eru í raun bara fáheyrð vitleysa. Það er að sjálfsögðu mjög einfalt að segja fólki bara að “skipta um vinnu og fá hærri laun si svona” en er það svo einfalt í framkvæmd? Bara si svona jám jámm.

Ég er búin að komast að því hvert hámark letinnar sé. Það er að nenna þessu ekki. Spurning hvort þetta væri titlað sem að “nýta u.þ.b. 2 mín á x margra mínútna fresti” eða “eyða öllum þessum mínútufjölda í teygjur”. Ég nota þetta sjálf á meðan ég er að læra og nördast í tölvunni í tilgangslausu vafri. Ég stili þetta á 15 mín, 5 teygjur. Þar með fell ég ekki í þennan hármarsletisflokk.

Biribimm biribamm.