Færslur októbermánaðar 2007

Veðmál

Föstudagur, 19. október 2007

Dótlan er búin að vera í góðri þjálfun síðan hún fæddist í að vera svefnpurka. Nú er hún vel þjálfuð svefnpurka og getur sofið lengi lengi frameftir. Gallinn við þetta er að það er hunderfitt að vekja hana á morgnanna. Hún skilur ekkert í því hvers vegna í ósköpunum skólinn þurfi að hefjast svona snemma. Hún vaknar ekki við vekjaraklukku jafnvel þó hún hringli við hausinn á henni. Hún tók upp á því að stilla vekjarann á 6:30, var bjartsýn á að geta vaknað þá.

Þess vegna var ég sigurviss þegar ég gerði veðmál við hana. Ég veðjaði hundrað krónum upp á að hún gæti alls ekki vaknað klukkan 6:30 og þaðan af síður farið á fætur þá. Dótlan tók því. Glottið læddist fram á smetti okkar beggja, báðar vorum við hróðugar og sigurvissar.

Klukkan hennar hringdi, ég glotti með mér og snéri mér á hina hliðina. Stuttu seinna er potað í mig og dótlan segir: “Mamma klukkan er hálfsjö, ég er komin á fætur”

Biribimm biribamm.