Færslur nóvembermánaðar 2007

Espressó og cappúchínó

Þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Um daginn hafði ég áformað að hella upp á kaffi. Ég gerði eins og venja er, reif könnua út, ætlaði fimlega að skella henni undir bununa og eins og venjulega brussaði ég könnuna í kranann. Nema í þetta skiptið þá gaf glerið undan, elskuleg kaffikannan mín brotnaði. Því fórnaði ég mér í það verkefni í dag að versla nýja kaffikönnu. Á netflakki í gær sá ég ansi fína og hræódýra könnu sem hægt er að hella upp á norm kaffi og espressó, svo ekki sé minnst á að það er hægt að flóa mjólk.

Ferðin hófst klukkan 11:14. Með strætó að sjálfsögðu, ódýrt, einfalt og fljótlegt. Fleiri kostir? Ég gat sko látið mig dreyma um vænan bolla af espressó á ferð minni. Það er kosturinn við mig í strætó, ég er nefnilega hættuleg kona við stýrið. Í Elkó skeifunni var mér tjáð að kaffikannan mín væri ekki til, en eftir nokkur símtöl fannst eitt stykki og beið það mín í Smáratorgi. Ég ákvað að nenna þessu ferðalagi, frá Skeifu og inn í Kópavog.

Elsku sæta og góða kaffikannan mín var loks komin í mínar hendur um 12:34 og þurfti ég að hlaupa með risastórann kassa í fanginu svo ég mögulega næði strætó klukkan 12:44. Annars sæi ég fram á hálftíma bið eftir næsta. Ég hljóp mjög varlega með risa kassann í fanginu að strætóskýlinu sem virtist ansi langt í burtu. Þetta var eins og mörgæsahlaup, vildi heldur ekkert detta með elsku kaffikönnuna mína.

Ég hrósaði sigri þegar ég náði að skýlinu á undan strætó. Sönglaði lagstúf í hljóði og glotti við kassanum. Sá strætó svo koma brunandi, hann kom nær og nær. Maður sem stóð í strætóskýlinu veifaði vagninum og ég stóð glottandi með risa kassann minn í fanginu.

En….. ?? Helvítið stoppaði ekki! Hann hægði ekki einu sinni á sér! Bara ók áfram og þóttist ekkert taka eftir okkur illunum sem stóðum þarna og biðum. Ég er alltaf jafn feginn þegar ég sest inn í strætó eftir bið og þarna bara brunaði druslan áfram, skildi okkur eftir, alein, að bíða lengur, eftir næsta, í heilan hálftíma, voff bara!

Næsti vagn stöðvaði þó og ég komst loks af stað og þurfti ekki að bíða lengi eftir vagninum heim. Var komin heim klukkan 13:45.

Eins og ég segi, ódýrt, einfalt og fljótlegt að taka strætó

Biribimm biribamm.

Úpps!

Mánudagur, 26. nóvember 2007

Aumingja litli gullfiskurinn okkar varð lasin og dó, blessuð sé minning hans. Hann gladdi auga okkar þegar hann synti hring eftir hring í kúlunni sinni. Dótlan varð að sjálfsögðu miður sín yfir litla fisknum sínum og því miður á hún afskaplega ótillitsama móður.

Ég var á leið heim úr vinnu, þennan sama dag og fiskurinn dó. Dótlan hringdi í mig og spurði hvað væri í matinn. “Fiskur!”, svaraði ég. “En getum við ekki haft eitthvað annað?” sagði dótlan, frekar aum í rómnum. “Nei, það er annahvort fiskistangir eða soðin ýsa, það er það sem er í matinn og hananú!”

Það kemur smá þögn og dótlan segir grátklökk, “já en mamma, ég var að missa fiskinn minn:(”

Biribimm biribamm.

Tæplega dirty

Miðvikudagur, 14. nóvember 2007

Nú um daginn stækkaði ég um eitt ár. Nú er ég tæplega dirty, bara 2 ár í dirty árin. Fyrir utan feikilega flotta fataleppa, hring og armband og 2000 mann sem ég notaði til að kaupa safndiskinn með Ný dönsk þá fékk ég vöfflujárn og törfrasprota. Akkúrat það sem mig vantaði, og ég sem er líka svo herfilega dugleg í eldhúsinu. Kökurnar hjá mér slógu í gegn eins og alltaf þegar ég brasa við eldavélina. Ég varð víst að henda sjálf í brownies þar sem ég mislas á pakkann og setti 750 ml af vatni við Betty duftið í stað 75 ml. Sú kaka var dásamleg, grjóthörð í endana, mjúk inn á milli og óbökuð í miðjunni. Karamelluakan og maregnsin minn fengu liði til að skjálfa úr sykursjokki og vellíðan. Það var einstaklega gaman að baka karamellukökuna. Kakan var pikkföst í forminu þrátt fyrir vel smurt form og botnhníf, eyddi dágóðum tíma í að bisa við þessa botnadruslur. Ég stóð í, að mér fannst, þrjá tíma og hrærði í kremi sem aldrei vildi þykkna. Sem sagt, geggjað gaman.

Næst verður jólahasarfærsla, verð svaka upptekin við bubbles þangað til.

Biribimm biribamm

Grunnur að nýrri ensk-íslenskri orðasambandabók!

Laugardagur, 3. nóvember 2007

1. The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.

2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.

3. Now there won’t do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.

4. I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.

5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.

6. Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.

7. He’s comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.

8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.

9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.

10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.

11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.

12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!

13. In a green bang = Í grænum hvelli

14. I springteach him = Ég vorkenni honum

15. Front seat advise Sir = Forsætisráðherra

16. Stomp steel into them = Stappa stálinu í þá

17. Hot spring river this book = Hver á þessa bók?

18. Nobody becomes an unbeaten bishop = Enginn verður óbarinn biskup

19. I took him to the bakery = Ég tók hann í bakaríð

20. I will find you on a beach = Ég mun finna þig í fjöru

21.To put someone before a cats nose = Að koma einhverjum fyrir kattarnef

22. I only pay with an angry sheep = Ég borga bara með reiðufé

23. I’ll show him where David bought the ale = Ég skal sýna honum hvar Davíð keypti ölið.

24. I will not sell it more expensive than I bought it = Sel það ekki dýrara en ég keypti það

25. He doesn’t walk whole to the forrest = hann gengur ekki heill til skógar