Færslur frá 10. desember 2007

Ég sá draug.

Mánudagur, 10. desember 2007

Ég átti erfitt með að sofna, bylti mér fram og til baka og barði sængina duglega. Ákvað að nenna fram að spræna, þá mögulega gæti ég sofnað. Ég skrölti framúr og er ég ætla að rölta fram sé ég hreyfingu! Ég hendist aftur inn í rúm og hendi sænginni yfir hausinn. Ég hef aldrei á minni ævi svo ég muni eftir séð draug. Ekki var þetta innbrotsþjófur því ég hefði ekki komist hjá því að heyra bröltið í honum.

Hjartað í mér hamaðist og reyndi eftir bestu getu að komast út. Ég ætlaði mér sko ekki að fara fram aftur á vit draugsins, ég hef engann áhuga á að hitta draug! Ég lá lengi í bælinu með hjartað á hundraði. Smám saman róaðist ég niður, ákvað bara að gleyma þessu og fara að sofa.

Það var hægara sagt en gert, mér var ennþá mál. Ég settist upp og hugsaði aðeins um þetta. Ákvað að ná aftur í mína elskulegu rökhugsun og díla við hana. Fyrir það fyrsta hafði ég aldrei séð draug og er ekki viss um að draugar séu til. Ég ákvað því að gera tilraun númer tvö með það hugfast að ég vissi ekki til þess að draugar væri til.

Ég rölti rólega að dyrunum og kíkti fram hægt og rólega. Skimaði í kringum mig og kom auga á drauginn. Þetta var glampi af espressó könnu.

Biribimm biribamm.