Færslur frá 13. desember 2007

“Léleg” sjón

Fimmtudagur, 13. desember 2007

Ég varð þess var eins og aðrir sem voru vakandi í nótt að það var frekar vont veður úti. Ég lá andvaka, þar sem ég þarf ekki að vakna snemma þá sef ég aaaaaðeins of lengi og vaki aaaaaðeins of lengi, og hlustaði á lætin. Mest var ég hissa á að plastdraslið hérna fyrir utan væri ekki farið veg allrar veraldar.

Litla sys hringd og spurði hvort ég hefði getað sofið fyrir látum í nótt, lætin hjá henni voru slík því þakið var að rifna af og lausadrals fauk til og frá. Ég sagðist ekki hafa fundið fyrir neinu, ekkert fauk hjá mér, “og þó, bíddu aðeins, ég ætla að tékka hvort borðið mitt sé enn hérna fyrir utan”. Þá fyrst tók ég eftir, þrátt fyrir að hafa gengið þar framhjá fyrr um kvöldið, að borðið mitt var horfið.

Biribimm biribamm.