Færslur frá 21. desember 2007

Stresshátíð

Föstudagur, 21. desember 2007

Jæja jæja, enn og aftur mætir hátíð ofurstressaðs og pirraðs fólks. Þó er ég ekki viss um að svo margir þrífi pleisið í tætlur eins og gert var hér áður fyrr. Örugglega eru þó enn til fólk þarna úti sem skrúbbar veggi, bónar gólf og pressar jólanáttfötin.

Mér finnst ég ekki hafa keypt svo margar og dýrar gjafir, ég fór sparlega með aurinn og fækkaði gjöfum. Svo það er ekki ástæðan fyrir léttu veski, ég er viss um að það sé gat á því sem ekki er sjáanlegt mannlegum augum. Hugsanlega er visst jólagat sem borast í veskið um leið og desember gengur í garð. Í mínu tilfelli mun það kallast jólaogafmælisgat. Dótlan á afmæli í desember sem og tveir af sonum systur minnar. Þar að auki var minnsta sys (ekki yngsta þó) að gjóta nú um daginn.

Dótlan er þó skynsamari en ég. Hún sagði eftir allt afmælisstússið og lætin “ég sagði að við hefðum átt að halda þetta í október!”

Biribimm biribamm.